Tvær konur rændar daginn fyrir morðin

Hannah Witheridge og David Miller voru myrt á strönd í …
Hannah Witheridge og David Miller voru myrt á strönd í Taílandi. AFP

Lögregla í Taílandi athugar nú ábendingu sem henni barst í tengslum við morðið á Hönnu Witheridge og David Miller. Svo virðist sem tvær konur, ferðamenn, hafi verið rændar á sama stað og morðin voru framin kvöldið fyrir harmleikinn.

Talið er að konurnar hafi verið rændar af fjórum tælenskum mönnum á mótorhjólum, en þeir stálu peningum, símum og myndavélum af þeim.

Lögregla leggur áherslu á að finna sökudólgana, en málið er talið tengjast morðunum á Witheridge og Miller. Lík þeirra fundust fyrir viku á eyjunni Koh Tao. Þá kannar lögregla einnig ábendingu um að unga fólkið hafi rifist við asískan mann á bar kvöldið áður en þau voru myrt.

Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins, meðal annars tveir ungir menn sem voru á ferðalagi með Miller. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Lögregla skoðar einnig ábendingu um að ástæða morðanna hafi verið afbrýðissemi, en Witheridge vildi ekkert með ungan, tælenskan mann hafa kvöldið sem hún var myrt er hann reyndi að spjalla við hana á bar á eyjunni.

Talið er að unga fólkið hafi heimsótt tvo bari, þar á meðal sportbar þar sem þau horfðu á leik Manchester United.

Búið að flytja lík konunnar heim

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert