Ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni

Alexandru Visinescu fer úr dómshúsinu í dag.
Alexandru Visinescu fer úr dómshúsinu í dag. AFP

Fyrrum fangelsisstjóri í fangabúðum kommúnista í Rúmeníu fór fyrir dómi í dag. Er hann ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni. 

Alexandru Visinescu er 88 ára og kom fyrir dómstóla í dökkbláum jakkafötum og með gráan hatt. Hann segist vera saklaus og hafi aðeins unnið starf sem hann var ráðin til þess að sinna.

Fangabúðirnar sem umræðir hétu Ramnicu Sarat en voru kallaðar „fangelsi þagnarinnar“.

Réttarhöldin yfir Visinescu eru fyrsta tilraunin til þess refsa leiðtogum kommúnismans í Rúmeníu. Fangelsið sem Visinescu stjórnaði hélt 600 þúsund föngum á árunum 1947-1989. Þeir voru flestir sekir um að hafa mótmælt kommúnisma. 

Í dag var farið yfir lista vitna sem munum koma fram við réttarhöldin. Þau munu halda áfram 22. október. 

Visinescu sagði í samtali við AFP að hann treysti ekki rúmensku réttarkerfi.

„Hvernig get ég treyst á réttlæti eftir allt sem þeir hafa sagt um mig?“ spurði hann. 

Saksóknarar í málinu halda því fram að Visinescu hafi stjórnað „útrýmingar-ríki“ í búðunum. Á hann að hafa misþyrmt föngum og neitað þeim um læknisaðstoð, mat og hita. Að minnsta kosti fjórtán manns létust í búðunum á meðan hann stjórnaði þar.

Ef Visinescu verður sakfelldur mun hann fá lífstíðardóm í fangelsi.  

Aðeins einn af þeim föngum sem voru í umsjá Visinescu er enn á lífi í dag. Hann hefur lýst því hvernig föngum var bannað að tala. 

„Það var bannað að fara upp að veggjunum því þeir héldu að þá myndum við nota morsmerki til þess að tala saman,“ sagði hann í samtali við AFP. 

Annar fangi var látinn standa í marga klukkutíma í ísköldu vatni að vetri til. Að sögn ekkju hans, Nicoleta Eremia, gat hann varla gengið er honum var sleppt. 

Fangelsið Ramnicu Sarat, eða
Fangelsið Ramnicu Sarat, eða "fangelsi þagnarinnar" AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert