Leita enn morðingjans

Eric Frein er nú eftirlýstur.
Eric Frein er nú eftirlýstur. Mynd:Wikipedia

Eric Frein, sem er grunaður um morð á lögreglumanni í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum gengur enn laus.

Lögregla hefur verið leitað Frein í skóglendi í norðaustur Pennsylvaníu í tvær vikur án árangurs, en Frein er grunaður um að hafa skotið tvo lögreglumenn við lögreglustöð rétt hjá Pocono fjöllum. Annar þeirra lést en hinn liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi.

Yf­ir­völd telja að Frein, sem er 31 árs, hafi skipu­lagt árás sína og flótta í marga mánuði eða ár. Lögreglan er farin að hallast að því að í augum Frein er þetta ekkert nema leikur þar sem hann er músin en lögreglan er kötturinn. The Huffington Post fjallaði um málið í gær.

Á blaðamannafundi á miðvikudaginn sagði lögreglustjórinn George Bivens að Frein væri eins torskilinn og hann er blygðunarlaus. 

„Ég er farin að halda að hluti af þessu sé aðeins leikur í hans huga,“ sagði Bivens sem staðfesti að Frein hafi sést nokkrum sinnum af lögreglu en ekki náðst. 

Er hans leitað í skóglendi í kringum bæinn Canadensis en þar ólst Frein upp. 

„Hann hélt sig nógu langt frá til þess að ekki væri hægt að komast að honum, en var þó sýnilegur,“ sagði Bivens sem telur að Frein sé aðeins að ögra lögreglunni. Að sögn Bivens hafa næstum því 1000 lögreglumenn tekið þátt í leitinni sem hófst fyrir tveimur vikum síðan. 

Ýmsir hlutir frá Frein hafa fundist í skóginum.„Við höfum meðal annars fundið serbneskar sígarettur og notaðar bleyjur í skóginum,“ staðfesti Bivens á blaðamannafundinum. 

Áhugaverðar upplýsingar um Frein hafa komið í ljós síðustu daga. Á hann að vera heillaður af vopnum og bardögum og leikið sér í hlut­verkjaleikj­um sem bar­dagamaður. Lögreglan segir að hann hafi til að mynda oft leikið serbneskan hermann í þessum hlutverkaleikjum. 

Bivens talaði beint til Frein á blaðamannafundinum. „Það er kominn tími til að gefast upp, við erum ekki að fara neitt.“

Sjá fyrri frétt mbl.is: „Skipu­lagði árás­ina í marga mánuði“

Hér má sjá frétt Huffington Post um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert