Ekki smitaður af ebólu

AFP

Sjúklingur á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, sem grunur lék á að væri smitaður af ebólu, reyndist ekki vera með veiruna.

<a href="http://www.svd.se/nyheter/inrikes/person-i-stockholm-inte-ebolasmittad_3965588.svd" target="_blank">Í tilkynningu frá Åke Örtqvist</a>

, talsmanns sóttvarnalækna í Stokkhólmi, kemur fram að þetta hafi komið í ljóst í morgun en sjúklingurinn var á smitsjúkdómadeildinni í Huddinge í nótt.

Um er að ræða fimmta skiptið sem talið er að um ebólusmit sé komið til Svíþjóðar frá því ebólu-faraldurinn braust út í Afríku fyrr á árinu. Í öllum tilvikum hefur komið í ljós að viðkomandi er ekki smitaður.

Tæplega þrjú þúsund liggja í valnum eftir að ebólufaraldurinn braust út í Vestur-Afríku og ástandið versnar dag frá degi á sum­um svæðum, seg­ir í nýrri skýrslu Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO). Um 6.400 hafa þegar veikst en ótt­ast er að 1,4 millj­ón­ir geti veikst ef ekki verður brugðist við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert