Transkona vinnur mál í Afríku

Hinsegin fólk verður ósjaldan fyrir aðkasti eða mismunun í Afríku …
Hinsegin fólk verður ósjaldan fyrir aðkasti eða mismunun í Afríku og er samkynhneigð ólögleg í flestum löndum heimsálfunnar. AFP

Afrísk transkona vann í dag mál sem hún höfðaði fyrir dómi í Kenía. Samkvæmt niðurstöðu dómsins fær hún ný skírteini vegna skólagöngu hennar þar sem nafn hennar kemur fram, ekki nafnið sem hún bar áður. 

Audrey Mbugua Ithibu, sem áður gekk undir nafninu Andrew, er þrjátíu ára gömul og afar ánægð með niðurstöðu málsins.

Á nýju skjölunum verður ekki minnst á kyn Audrey. Hún segist í samtali við blaðamann AFP-fréttaveitunnar hafa mætt mörgum áskorunum í gegnum tíðina en niðurstaða dagsins hafi fyllt hana bjartsýni.

Hinsegin fólk verður ósjaldan fyrir aðkasti eða mismunun í Afríku og er samkynhneigð ólögleg í flestum löndum heimsálfunnar. Handtökur eru þó fátíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert