Páfi fékk ekki nægan stuðning

Frans páfi.
Frans páfi. AFP

Frans páfi, sem hvatt hefur til aukins umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum og auknum réttindum þeirra innan kaþólsku kirkjunnar, varð að lúta í lægra haldi er hann náði ekki stuðningi 2/3 á fundi biskupa sem fjölluðu um tillögu páfa í dag.

Á fundinum var fjallað um stefnu Vatíkansins í málefnum fjölskyldunnar. Sú stefna var samþykkt fyrir utan tillögu páfa um að opna dyr kaþólsku kirkjunnar fyrir fráskildum sem hafa gift sig aftur og samkynhneigðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert