Sprengjuregn í Kobane

Sýrlenskur drengur sem særðist í árás í borginni Douma í …
Sýrlenskur drengur sem særðist í árás í borginni Douma í gær. AFP

Barist var af aukinni hörku í landamærabænum Kobane í Sýrlandi í nótt. Skæruliðar Ríkis íslams gerðu árásir á her Kúrda, m.a. með bílsprengjum.

Ríki íslams ræður nú yfir stórum svæði í Sýrlandi og Írak. Skæruliðar samtakanna skutu 44 sprengjum á þann hluta Kobane sem enn er á valdi Kúrda, að sögn mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights. Fleiri sprengjur hafa verið sprengdar í dag.

Nú hefur baráttan um Kobane, sem er á landamærum Sýrlands og Tyrklands, staðið í mánuð. Bandaríski herinn hefur m.a. tekið þátt í aðgerðum sem miða að því að koma skæruliðum Ríkis íslams af svæðinu. Frá því í ágúst hefur sprengjum verið varpað úr lofti á bækistöðvar skæruliðanna í Írak og undanfarnar vikur hafa árásir einnig verið gerðar í Sýrlandi.

Frá því að stríðið í Sýrlandi hófst í mars árið 2011 hafa um 200 þúsund manns látist í átökunum.

Samtökin Observatory segja að mannfall hafi orðið í bílsprengjunum sem sprengdar voru í gær. Í dag stígi svartur reykur til himins í Kobane.

Særð sýrlensk stúlka fær aðhlynningu á sjúkrahúsi í borginni Douma, …
Særð sýrlensk stúlka fær aðhlynningu á sjúkrahúsi í borginni Douma, norðaustur af Damaskus. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert