553 létust í loftárásum á einum mánuði

AFP

Loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna á Sýrland hafa kostað 553 lífið á þeim eina mánuði sem liðinn er frá því þær hófust. Flestir þeirra eru íslamistar, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Syrian Observatory for Human Rights.

Samkvæmt talningu samtakanna hafa 464 liðsmenn Ríkis íslams látist, 57 liðsmenn al-Nusra Front og 32 almennir borgarar, þar á meðal sex börn.

Bandaríkjaher hóf loftárásir á vígi Ríkis íslams í Sýrlandi hinn 23. september en áður höfðu verið gerðar árásir á vígi þeirra í Írak.

Framkvæmdastjóri Observatory, Rami Abdel Rahman, segir í samtali við AFP-fréttastofuna að flestir þeirra íslamista sem hafi látist í árásunum séu útlendingar sem hafi gengið til liðs við Ríki íslams og Nusra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert