Ekki tyggjó heldur kjöt

AFP

Rússnesk tollayfirvöld velta nú vöngum yfir því hvernig eigi að bregðast við nýjasta smyglinu til landsins. Nýverið komu í ljós 600 tonn af kjöti frá Evrópu í gámum sem áttu meðal annars að innihalda tyggjó og fleira sem ekki er bannað að flytja inn til landsins.

Um var að ræða frystigáma sem komu til Rússlands frá Antwerpen, Hamborg og Rotterdam, segir í tilkynningu frá rússnesku matvælastofnuninni.

Leitað var í 26 gámum sem áttu að vera fullir af frosnum sveppum, djús, ávöxtum, hlaupi og tyggjói en innihaldið reyndist vera kjötvara sem er framleidd í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu og Póllandi.

Rússar settu innflutningsbann á matvæli frá ríkjum ESB í sumar vegna aðgerða ESB gagnvart Rússum vegna Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert