Hættu við atkvæðagreiðslu í Hong Kong

Frá mótmælunum í Hong Kong.
Frá mótmælunum í Hong Kong. AFP

Lýðræðissinnar sem staðið hafa fyrir mótmælum í Hong Kong frestuðu í dag atkvæðagreiðslu um næstu skref í mótmælaaðgerðunum. Ástæðan er ágreiningur í röðum mótmælenda um framhald mótmælanna.

Atkvæðagreiðslan átti að fara fram í dag, en nokkrum klukkutímum áður en hún átti hefjast var henni frestað.

Enn er mikil spenna í Hong Kong þar sem yfirvöld hafna enn kröfum mótmælenda um að kosningar til borgarstjórnar, sem fyrirhugaðar eru 2017, verði lýðræðislegar. Mótmælin hafa raskað mjög öllu lífi í borginni og valdið ótta um alvarlegan samdrátt í efnahagslífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert