Hótað nauðgun og endalaus áreitni

Leikkonan Shoshana B Roberts varð nánast stöðugt fyrir áreitni á tíu klukkutíma göngu sinni um New York borg. Þeir sem það gerðu vissu hins vegar ekki að áreitnin var tekin upp og hafa yfir 12 milljónir horft á myndskeiðið á YouTube á rúmum sólarhring.

Myndskeiðið er tvær mínútur að lengd og þar sést er henni er sagt að brosa og þakka fyrir hrósið sem hún fái. Roberts fékk alls konar ábendingar fá fólki sem hún mætti, til að mynda varðandi klæðnað og hegðun, segir í frétt Guardian en það eru samtökin Hollaback, sem berjast gegn áreitni gagnvart konum og minnihlutahópum á götum úti, sem gerðu myndskeiðið.

Myndskeiðið nefnist „10 Hours of Walking in NYC as a Woman“ og að sögn samtakanna var leikkonan fyrir áreitni að minnsta kosti 100 sinnum á göngu sinni um borgina.

Eftir að myndskeiðið var birt þá hefur Roberts verið hótað lífláti og naugðun og endaði hún með því að hafa samband við lögreglu þar sem hún óttaðist um líf sitt.

Á einum stað í myndskeiðinu sést maður sem fylgdi henni eftir í þögn í fimm mínútur. Annar elti hana og reyndi að láta hana fá símanúmerið sitt. 

Framkvæmdastjóri Hollaback, Emily May segir í viðtali við Newsday að hótanir um að vera nauðgað taki á taugarnar. En með myndskeiðinu hafi hópurinn viljað gera aðeins meira en að taka fólk á taugum. Þau hafi viljað að New York búar gerðu sér grein fyrir því í eitt skipti fyrir öll að áreitni á götum úti er ekki í lagi og henni eigi einfaldlega að hafna af hálfu borgarbúa.

Eftir að myndskeiðið var birt á YouTube þá hefur leikkonan …
Eftir að myndskeiðið var birt á YouTube þá hefur leikkonan fengið líflátshótanir og henni hefur verið hótað nauðgun í ummælum við myndskeiðið á YouTube. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert