Eldur í útvarpshúsinu í París

Maison de la radio í París.
Maison de la radio í París. Af Wikipedia

Eldur braust í dag út á sjöundu hæð útvarpshússins, Maison de la radio, í París. Verið var að gera upp hæðina. Iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu er eldurinn kom upp en komust allir út, heilir á húfi.

Tvær útvarpsstöðvar sem eru í húsinu, France Info og France Inter, þurftu að hætta útsendingum sínum vegna eldsvoðans.

Þykkur, svartur reykur kom frá brennandi byggingunni sem er í sextánda hverfi í Parísarborg. 

Sextán slökkviliðsbílar komu á vettvang til að slökkva eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert