Herforingi tekur við völdum í Búrkína Fasó

Herforingjar í stjórnarhernum í Búrkína Fasó styðja við bakið á herforingjanum  Isaac Zida í embætti forseta landsins en allt er í hers höndum í landinu eftir að forseti landsins sagði af sér vegna óeirða í landinu og flúði land.

Zida hefur nú ávarpað þjóðina í sjónvarpi og tilkynnt um að hann hafi tekið við völdum.

laise Compaore, forseti Búrkína Fasó, tilkynnti í gær að hann hefði sagt af sér vegna óeirða sem blossuðu upp þegar hann reyndi að knýja fram stjórnarskrárbreytingu til að geta gegnt forsetaembættinu lengur. Compaore hafði verið við völd í 27 ár.

Tugir þúsunda mótmælenda fögnuðu ákaft á götum Ouagadougou, höfuðborgar landsins, þegar talsmaður hersins greindi frá afsögn forsetans. Daginn áður kveiktu mótmælendur í þinghúsinu og stjórnarbyggingum eftir að Compaore boðaði breytingu á stjórnarskránni. Seinna sagði Compaore að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri en sitja áfram þar til á næsta ári. Stjórnandstaðan var ekki sátt við þetta og krafðist þess að forsetinn léti tafarlaust af embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert