Brittany Maynard er látin

Brittany var tiltölulega nýgift þegar hún greindist með krabbamein.
Brittany var tiltölulega nýgift þegar hún greindist með krabbamein.

Brittany Maynard, tæplega þrítug bandarísk kona sem vakti athygli vegna baráttu sinnar fyrir rétti dauðvona fólks til að taka eigið líf, er látin. Hún framdi sjálfvíg á föstudaginn. Maynard var með krabbamein í heila og höfðu læknar tjáð henni að hún ætti skammt eftir ólifað.

Maynard hafði áður tilkynnt að hún ætlaði að deyja með hjálp lyfja þennan dag en daginn áður hafði hún aftur á móti sett myndband á heimasíðu sína þar sem hún sagðist hugsanlega ætla að fresta dauðdegi sínum.

„Mér líður enn nógu vel og bý enn yfir nógu mikilli gleði og ég hlæ enn og brosi nóg með fjölskyldu minni og vinum til þess að þetta virðist ekki vera rétti tíminn,“ sagði Maynard. „En hann mun koma, því ég finn mig sjálfa verða veikari. Það er að gerast í hverri viku.“

Maynard kvaddi meðal annars í færslu á heimasíðu sinni. „Í dag er dagurinn sem ég hef valið til að deyja með reisn í ljósi veikinda minna, þetta hræðilega krabbamein í heila hefur tekið svo mikið frá mér,“ skrifaði hún.

Bíður með að deyja

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert