Óttast flóð vestanhafs

Veðurfræðingar segja að mjög hafi dregið úr ofankomu í norðausturhluta Bandaríkjanna en þar snjóaði verulega mikið í síðustu viku. Snjórinn er nú farinn að bráðna víðast hvar og veldur það mönnum áhyggjum því búast má við flóðum.

Yfirvöld í New York-ríki hafa áhyggjur af því að byggingar muni gefa sig og hrynja þegar það byrjar að rigna. Talið er að rekja megi 13 dauðsföll til óveðurs í ríkinu. 

Þar hefur snjóað verulega mikið og hafa met verið slegin. Ríkið hefur verið hálflamað sökum ástandsins. Í borginni Buffalo í New York er talið að það hafi snjóað jafn mikið þar á þremur dögum og það gerir vanalega í borginni á heilu ári.  Snjóskaflar hafa víða náð 2,4 metra þykkt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert