Athuga hvort 2 börn séu með ebólu

Heilbrigðisstarfsmaður í Bretlandi í hlífðarfatnaður sem nauðsynlegt er að klæðast …
Heilbrigðisstarfsmaður í Bretlandi í hlífðarfatnaður sem nauðsynlegt er að klæðast þegar grunur um ebólu kemur upp. AFP

Verið er að rannsaka hvort að tvö börn sem komu til Bretlands frá Afríku, séu með ebólu. Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að aldur barnanna hafi ekki verið gefinn upp. Einnig verður rannsakað hvort börnin séu smituð af malaríu en einkenni þessara sjúkdóma geta verið svipuð.

Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir að talið sé ólíklegt að börnin séu með ebólu en til að taka af allan vafa sé verið að skoða hvort það geti verið.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert