Draugabær myndaður úr lofti

Eitt sinn bjuggu um 50 þúsund manns í borginni Pripyat …
Eitt sinn bjuggu um 50 þúsund manns í borginni Pripyat í Úkraínu, en allt frá því að Chernobyl slysið átti sér stað hefur ekki þrifist þar nokkur sála. memolition.com

Um fimmtíu þúsund manns bjuggu í bænum Pripyat í Úkraínu, stuttan spöl frá kjarnorkuverinu í Tsjérnóbíl. Bærinn var yfirgefinn eftir kjarnorkuslysið þar árið 1986 og hefur verið í eyði síðan. Breskur kvikmyndagerðarmaður fór nýlega með flygildi þangað og tók myndir af uggvekjandi draugabænum.

Danny Cooke kom myndavél fyrir á flygildinu og tók upp myndskeið af Pripyat úr lofti. Það sem fyrir augu ber líkist helst sviðsmynd úr heimsendabíómynd. Hann tók myndirnar fyrir þættina 60 mínútur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS.

„Tsjérnóbíl er einn af áhugaverðustu og hættulegustu stöðum sem ég hef séð. Það var eitthvað friðsælt en um leið virkilega truflandi við þennan stað. Tíminn hefur staðið í stað og þarna eru minningar um atburði fortíðarinnar sem fljóta um,“ segir Cooke.

Svæðið er enn afar geislavirkt og er umferð um það takmörkuð í rúmlega þrjátíu kílómetra radíus frá kjarnorkuverinu. Verkamenn eru að reisa 20.000 tonna stálvirki í kringum verið til að halda geisluninni inni.

Sjá má afraksturinn af ferð Cooke til Pripyat í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert