Fjögurra ára fangelsi fyrir að misþyrma barni

Rúmlega tvítug húshjálp í Úganda hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa beitt barn sem hún gætti ofbeldi. Myndskeið sem sýnir hana ganga í skrokk á barninu hefur vakið mikinn óhug meðal almennings í Úganda.

Jolly Tumuhiirwe, 22 ára, játaði í síðustu viku að hafa gerst sek um pyntingar en ákærunni var síðar breytt í misþyrmingar.  Dómarinn segir að Tumuhiirwe hafi gerst sek um óafsakanlegan glæp sem ekki sé hægt að réttlæta á nokkurn hátt.

Upp komst um meðferð henn­ar á barn­inu eft­ir að for­eldr­ar stúlk­unn­ar, sem er 18 mánaða göm­ul, settu upp eft­ir­lits­mynda­vél­ar á heim­il­inu. Meðal ann­ars sást hús­hjálp­in henda stúlk­unni í gólfið, sparka í and­lit henn­ar og kvið áður en hún steig ofan á barnið af öll­um þunga. Á mynd­skeiði sést hún síðan draga barnið meðvit­und­ar­laust út úr her­berg­inu.

Játar pyntingar á barni

Jolly Tumuhiirwe
Jolly Tumuhiirwe AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert