Offita getur verið fötlun

Mannréttindadómstóll Evrópu
Mannréttindadómstóll Evrópu ECHR

Ofitta getur undir vissum kringumstæðum verið fötlun. Þetta kemur fram í úrskurði Mannréttindadómstólsins sem tók fyrir mál leikskólakennara í Danmörku sem sagðist hafa verið rekinn af því að hann væri of feitur.

Í úrskurði dómstólsins kemur fram að ef offita komi í veg fyrir virka þátttöku í starfi gæti offitan hugsanlega talist fötlun. Dómararnir sögðu að offitan sjálf teljist ekki vera fötlun en ef manneskjan býr við langvarandi skerðingu vegna offitunnar, þá telst manneskjan hugsanlega glíma við fötlun.

Karsten Kaltoft vegur 160 kíló og höfðaði mál á hendur vinnuveitendum sínum til 15 ára eftir að hann var rekinn fyrir fjórum árum. Yfirvöld sögðu aftur á móti að færri börn væru á leikskólanum og því væri ekki þörf fyrir Kaltoft.

Þessu er Kaltoft ekki sammála og sagði í viðtali við BBC, Breska ríkisútvarpið, fyrr á þessu ári að ekki væri satt að hann gæti ekki beygt sig fram til að reima skó barnanna.

Um starf sitt með börnunum sagði hann meðal annars: „Ég get setið á gólfinu og leikið við þau, ég á ekki í vandræðum með það. Ég lít ekki á mig sem fatlaðan. Það er ekki í lagi að reka manneskju bara þar sem hún feit,“ sagði hann.

Deila um hvort offita sé fötlun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert