„Þyrma ekki einu sinni smábörnum“

Særð kona og barn hennar koma á sjúkrahús í Assam …
Særð kona og barn hennar koma á sjúkrahús í Assam í gærkvöldi. AFP

Að minnsta kosti 56 manns létust í árás vopnaðra manna á afskekktu svæði í norðaustur Indlandi í gærkvöldi. Vitni segja að mennirnir hafi dregið þorpsbúa út af heimilum sínum og skotið þá til bana. Árásin varð í fylkinu Assam. 

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum voru börn meðal þeirra látnu. Fylkisstjóri Assam hefur nú gefið það út að þeir sem beri ábyrgð á þessu muni borga fyrir það. 

„Þetta er ein grófasta árás síðustu ára þar sem að árásarmennirnir þyrma ekki einu sinni smábörnum,“ sagði hann, Tarun Gogoi í samtali við AFP. 

Lögregla hefur kennt skæruliðum Bodo samtakanna um, en þeir hafa verið að berjast fyrir sjálfstæði í marga áratugi. Segir lögregla að 56 manns hafi látist og að 80 séu særðir. Að minnsta kosti tuttugu þeirra eru í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert