Festa loom-böndin í nefinu

Loom-teygjurnar eru smáar og geta verið hættulegar.
Loom-teygjurnar eru smáar og geta verið hættulegar.

Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um mögulega hættu sem stafað getur af hinum geysivinsælu loom-böndum, teygjum sem mörg íslensk börn fengu eflaust í jólagjöf í gær. 

Á einni viku þurftu fjögur börn að fá aðstoð læknis á einu sjúkrahúsi í Skotlandi eftir að hafa fest loom-teygjur í nefi sínu. Sem betur fer þurfti ekki að svæfa börnin til að ná teygjunum úr nefjum barnanna en í vísindagrein í Journal of Laryngology & Otology, sem fjallar um loom-böndin og mögulega hættu sem af þeim stafar, segir að fólk þurfi að hafa varann á.

Greinin heitir Loom-bönd og ung börn - harmleikur í uppsiglingu? Í henni kemur fram að böndin njóti enn vaxandi vinsælda og benda greinarhöfundar á að hætta sé á að börn fái böndin í öndunarfæri, m.a. nef, og það geti lokað öndunarvegi þeirra.

Loom-böndin vinsælu eru litlar, plastteygjur í öllum regnbogans litum. Úr þeim föndra börn margvíslega hluti, s.s. skartgripi og hulstur utan um símana sína. 

Katrín hertogaynja er meðal þeirra sem hafa sést með armband úr loom-böndum.

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert