Tyrkir í samstarf gegn Ríki íslams

AFP

Stjórnvöld í Írak og Tyrklandi hétu því í dag að taka höndum saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams enda ógnaði tilvist þeirra ekki aðeins öryggi landanna tveggja heldur öllu svæðinu.

Fram kemur í frétt AFP að Tyrkir verið harðlega gagnrýndir til þessa fyrir að leyfa fólki að fara um Tyrkland til þess að ganga til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi og Írak. Ennfremur segir að tyrknesk stjórnvöld, sem hafa verið mjög andsnúin ráðamönnum í Sýrlandi, vilji að baráttan gegn Ríki íslams miði að því að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fari frá völdum.

Tyrknesk stjórnvöld segjast þegar vera að þjálfa íraska Kúrda til þess að berjast gegn Ríki íslams. Þau væru opin fyrir öllu samstarfi við ráðamenn í Írak í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Tyrkir vilja hins vegar einnig að árásir Kúrdíska verkamannaflokksins (PKK) á skormörk í Tyrklandi verði stöðvaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert