Milljónir erfðaskráa settar á netið

mbl.is/Hjörtur

Bresk stjórnvöld hafa sett á netið 41 milljón erfðaskrár sem ná aftur til ársins 1858. Erfðaskrárnar er að finna í sérstökum gagnabanka sem opnaður var í dag. Um er að ræða allar erfðaskrár á þessum tíma sem þinglýst hefur verið í Englandi og Wales.

Þar á meðal má finna erfðaskrá Winstons S. Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, breska rithöfundarins Charles Dickens og Díönu prinsessu. Sömuleiðis erfðaskrá breska rithöfundarins George Orwell, dulmálsfræðingsins Alan Turing og barnabókahöfundarins A. A. Milne sem skapaði Bangsimon, svo dæmi séu tekin.

Erfðaskrárnar eru aðgengilegar á vefsóðinni: probatesearch.service.gov.uk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert