„Ég hef engin lög brotið“

Yevgenia Albats
Yevgenia Albats Wikipedia/ TarzanASG

Ritstjóri rússneska tímaritsins Novoye Vremya hefur verið ákærður fyrir að hlýða ekki fyrirmælum umferðarlögreglunnar í Moskvu, höfuðborg landsins, og gæti fyrir vikið átt yfir höfði sér 15 daga fangelsi verði hann fundinn sekur. Tímaritið er þekkt fyrir gagnrýni sína á rússnesk stjórnvöld.

Ritstjórinn, Yevgenia Albats, segir á Twitter-síðu sinni að mál hennar verði tekið fyrir af dómstólum á morgun. Hún segir málið tilhæfulaust. Nokkrir umferðalögreglumenn hafi stöðvað hana á laugardaginn og beðið um skilríki. Hún hafi orðið við því en eftir sem áður verið sökuð um að hlýða ekki fyrirmælum lögreglunnar.

„Ég hef engin lög brotið,“ sagði hún í samtali við rússneskan útvarpsþátt og gaf í skyn að málið snerist um pólitík. Spurð beint út í það vildi hún ekki svara því. Það getur varðað sekt eða 15 daga fangelsi að hlýða ekki fyrirmælum umferðarlögreglu í Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert