Tyrkneskt flutningaskip sökk

Ítalska strandgæslan
Ítalska strandgæslan Wikipedia/A. Deligiannis

Tyrkneskt flutningaskip sökk í norðanverðu Adríahafi skammt frá hafnarborginni Ravenna í morgun eftir að hafa siglt á annað skip í slæmu veðri. Skip frá ítölsku strandgæslunni eru komin á staðinn og sinna björgunarstörfum en nokkurra áhafnarmeðlima er enn saknað.

Haft er eftir forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, í frétt AFP að stjórnvöld fylgdust með málinu. Á sama tíma vinnur ítalska strandgæslan ásamt þeirri grísku að því að bjarga farþegum af ferju sem eldur kom upp í í nótt. Ferjan var á leið til ítölsku borgarinnar Ancona.

Frétt mbl.is: Eldur kom upp í farþegaferju

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert