Kaldara í Bretlandi en á Íslandi

Par gengur í snjónum í Marsden, í norður Bretlandi. um …
Par gengur í snjónum í Marsden, í norður Bretlandi. um helgina. Stór svæði þar eru nú þakin snjó. AFP

Kalt var í Bretlandi í gærkvöldi og meira að segja kaldara en á Íslandi. The Independent vekur athygli á þessu í dag. Í frétt miðilsins kemur fram að gærkvöldið hafi verið kaldasta kvöld ársins á flestum stöðum í Bretlandi.

Í Englandi, Wales og Norður Írlandi mátti sjá hitatölur eins og -7,6, -5,6 og -8,1 gráður og -6,7 í Skotlandi. Það sló þó ekki skoska ársmetið sem féll í Aberdeenshire snemma í desember. 

„Með þessu mikla frosti varð nokkuð kaldara í Bretlandi heldur en Íslandi í gærkvöldi. Norræna landið situr við jaðar norðurheimskautsbaugsins og er þar varanlegt myrkur á veturna,“ segir í frétt The Independent um Íslandi. 

Kemur jafnframt fram að í Reykjavík hafi verið sex gráður klukkan 3 í nótt, sem var töluvert hærra hitastig í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert