Lögregla gerði tíu húsleitir

Lögreglumenn og rannsóknarmenn að störfum í kvöld.
Lögreglumenn og rannsóknarmenn að störfum í kvöld. AFP

Tveir menn létust í lögregluaðgerðum í Verviers í Belgíu í kvöld. Grunur lék á að mennirnir hugðust fremja hryðjuverk í Belgíu, en þeir komu frá Sýrlandi í síðustu viku.

Að sögn saksóknara særðist einn maður í aðgerðunum og er hann einnig grunaður aðild að skipulagningu hryðjuverka. 

Sak­sókn­ar­inn Eric Van der Sypt sagði í samtali við fjölmiðla í dag að menn­irn­ir hefðu verið að und­ir­búa um­fangs­mik­il hryðju­verk en gaf ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um hvað menn­irn­ir hugðust gera. Hann seg­ir hins veg­ar að ekki sé vitað til þess að menn­irn­ir teng­ist byssu­mönn­un­um sem frömdu voðaverk­in í Par­ís í síðustu viku

Lögregla gerði jafnframt tíu húsleitir í höfuðborginni Brussel og úthverfum hennar í kvöld. 

„Hópur af um tíu einstaklingum, sumir nýkomnir frá Sýrlandi, var kominn langt á leið með að skipuleggja alvarlegar hryðjuverkaárásir í Belgíu,“ sagði Thierry Werts, frá skrifstofu ríkissaksóknara á blaðamannafundi í dag. 

„Við leitina skutu ákveðnir aðilar strax á lögreglu með sjálfvirkum skotvopnum. Skutu þeir stanslaust í nokkrar mínútur. Tveir grunaðir létust og þriðji var handtekinn.“

Enginn úr röðum lögreglu særðist í aðgerðunum í Verviers. Borgin er í um 125 kílómetra fjarlægð frá Brussel og nálægt landamærum Belgíu og Þýskaland. Samkvæmt frétt AFP er stór hluti íbúa múslímar. 

Í myndbandi sem sýnt hefur verið í belgísku sjónvarpi má heyra skothljóð og sprengingar í nokkrar mínútur. „Meira að segja þegar að einn hinna grunaða lá á jörðinni særður, hélt hann áfram að skjóta,“ sagði Wert í dag. 

Vitað er um 325 einstaklinga sem hafa farið frá Belgíu til þess að berjast með Ríki íslams í Írak og Sýrlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert