Brenndu franska fánann

Franska dagblaðinu Charlie Hebdo var mótmælt áfram í Pakistan í dag er þúsundir manna í næstum því öllum stærri borgum landsins hópuðust saman á fjöldafundum. Skopmynd af Múhameð spámanni, sem birtist á forsíðu nýjustu útgáfu dagblaðsins hefur vakið mikla reiði meðal fjölmargra múslíma, m.a. í Filippseyjum og Líbanon.

Mótmæli voru haldin  í pakistönsku borgunum Lahore, Karachi, Islamabad, Quetta, Peshawar og Multan. Þar mátti sjá brenndar styttur af forseta Frakklands, Francois Hollande og af teiknurum blaðsins. Jafnframt var kveikt í fána Frakklands á mörgum stöðum. 

Rúmlega tvö þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu í Karachi. Hópur kristinna presta tóku jafnframt þátt til þess að sýna samstöðu með múslímum. 

Nefnd, skipuð af þingmönnum, heimsótti ræðismann Frakka í Karachi til þess að afhenda ályktun þess efnis að útgáfa Charlie Hebdo yrði bönnuð „fyrir að dreifa trúarlegu hatri í heiminum,“ sagði talsmaður Tehreek-e-Insaf flokksins. 

Í borginni Quetta stöppuðu mótmælendur á franska fánanum áður en þeir kveiktu í honum, ásamt myndum og styttum af Hollande. Í Peshawar tóku rúmlega hundrað kristnir þátt í mótmælunum og söngluðu slagorð gegn dagblaðinu og brenndu franska fánann. 

Mótmælendur í borginni Multan hrópuðu „Við erum ekki Charlie, við erum Kouachi“ og sýndu með því Kouachi bræðrunum stuðning, en þeir myrtu tólf manns á skrifstofu Charlie Hebdo í París 7. janúar. Bræðurnir létust sama dag í átökum við lögreglu. 

Á föstudaginn slösuðust að minnsta kosti þrír, þar á meðal ljósmyndari AFP fréttaveitunnar, í átökum á milli mótmælendum og lögreglu við ræðisskrifstofu Frakklands í Karachi. 

Kristnir pakistanar brenna franska fánann í Peshawar.
Kristnir pakistanar brenna franska fánann í Peshawar. EPA
"Virðið tilfinningar okkar" stóð á skiltum mótmælenda. AFP
EPA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert