Hvarf MH370 var slys

Malasíska ríkisstjórnin hefur formlega gefið út að hvarf vélar Malaysian Airline, MH370, hafi verið slys og að enginn hafi lifað af. 

Ekkert brak úr vélinni og engin lík hafa fundist. Vélin hvarf 8. mars 2014. Hún var á leið frá Kuala Lumpur til Peking.

Yfirvöld segja að flaksins sé enn leitað, en að í dag hafi allir sem voru um borð, 239 manns, formlega verið úrskurðaðir látnir.

Enn er ekki vitað með vissu hvað varð um vélina. Þó er talið líklegast að hún hafi hrapað í sunnanvert Indlandshaf.

Með því að úrskurða alla sem voru um borð látna er hægt að greiða út bætur til aðstandenda fórnarlambanna. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert