Hetjan heimsótti heimalandið

Lassana Bathily, sem er af mörgum talinn hetja eftir viðbrögð sín er vígamenn réðust inn í matvöruverslun í París á dögunum og tók þar fólk í gíslingu, heimsótti heimaland sitt Malí. Þar býr fjölskylda hans.

Í kjölfar hetjudáðar sinnar í matvöruversluninni fékk hann franskan ríkisborgararétt.

Bathily bjargaði viðskiptavinum verslunarinnar sem hann vinnur í undan hryðjuverkamönnunum. Bat­hily er mús­lími og hef­ur búið í Frakklandi frá ár­inu 2006. Hann sótti um fransk­an rík­is­borg­ara­rétt síðast í júlí. Hann er 24 ára gam­all. Hetju­dáð hans hef­ur vakið heims­at­hygli, en hann bjargaði fólki frá hryðju­verka­mann­in­um Ame­dy Couli­ba­ly með því að fela það inni í kæliskáp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert