Hitti soninn aftur eftir 43 ár

Eftir 43 ár hefur hin belgíska Ritje Schouppe loks fengið tækifæri til að faðma son sinn sem hún hafði aldrei séð áður. Hún var látin, líkt og margar aðrar ógiftar konur í Belgíu á árunum 1950 til 1980, dvelja hjá stofnunum á vegum kaþólsku kirkjunnar til að leyna þungun hennar.

Talið er að um 30 þúsund börn hafi verið tekin frá mæðrum sínum á þessum tíma af þessari ástæðu. 

Hún var aðeins tvítug þegar drengurinn fæddist.  „Þegar barnið mitt kom í heiminn og grét sagði kærasti minn mér að halda fyrir eyrun. Þau tóku barnið og ég sá það ekki,“ segir hún í samtali við AFP-fréttaveituna

Monica Van Langendock segist ekki endilega þurfa að hitta dóttur sína. Hún vill bara vita af hverju barnið var tekið af henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert