Íslenskur læknir endurskapar sníp

Konurnar eiga meiri möguleika á að fá fullnægingu eftir aðgerðina.
Konurnar eiga meiri möguleika á að fá fullnægingu eftir aðgerðina. Ljósmynd/ Þorvaldur Örn Kristmundsson

Íslenskum lækni á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur tekist að endurskapa sníp á konu sem hafði verið umskorin. Hannes Sigurjónsson læknir segir að um 5000 sambærilegar aðgerðir hafi verið gerðar í Frakklandi með góðum árangri.

Hannes ræðir árangurinn við Sveriges Radio. Hann vísar í aðgerðirnar í Frakklandi og segir að konurnar eigi nú meiri möguleika á að fá fullnægingu.

Hann bendir á að við umskurð er snípurinn ekki allur fjarlægður, heldur aðeins sá hluti sem er sýnilegur. Líffærið er í raun mun stærra og hægt er að þrýsta snípnum upp og búa þannig til nýjan. 

Hér má lesa nánar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert