113 sm jafnfallinn snjór

Mynd úr safni
Mynd úr safni AFP

Íbúar í Luleå í Norður-Svíþjóð eru ýmsir vanir og ekki síst þegar kemur að snjó en í gær náði snjórinn nýjum hæðum, eða nýrri dýpt, 113 sm af jafnföllum snjó. Þar með féll tæplega hálfrar aldar snjódýptarmet í Svíþjóð.

Mjög hefur snjóað í Svíþjóð undanfarna daga og í gærmorgun mældist snjódýptin á flugvellinum í Luleå 113 sm og því ljóst að fyrra metið í bænum, 111 sm sem sett var árið 1966 var fallið.

Samkvæmt upplýsingum frá sænsku veðurstofunni hefur snjóað mjög á þessum slóðum undanfarna daga. 

DN.se

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert