Líkir barnavernd Noregs við nasisma

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Forseti Tékklands líkir barnavernd í Noregi við ættleiðingarkerfið sem var við lýði á tímum nasismans, Lebensborn. Ástæðan fyrir ummælum forsetans er mál tveggja tékkneskra pilta sem teknir voru frá foreldrum sínum í Noregi árið 2011.

Samkvæmt frétt

<a href="http://www.vg.no/nyheter/innenriks/tsjekkias-president-sammenligner-norsk-barnevern-med-nazi-program/a/23391791/" target="_blank">VG </a>

og

<a href="http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/President-sammenligner-norsk-barnevern-med-nazi-program-7894496.html" target="_blank">Aftenposten</a>

voru drengirnir teknir af foreldrum sínum þegar annar þeirra sagði leikskólakennara að faðir hans hefði snert hann fyrir innan náttföt sín. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur föður piltsins. Foreldrar drengjanna eru skilin að skiptum og sækist móðir þeirra nú eftir forræði yfir þeim.

„Drengirnir eru á fósturheimilum sem minna á Lebensborn,“ segir Miloš Zeman, forseti Tékklands, í viðtali við tékkneska dagblaðið Blesk.

„Móðir þeirra fær að vera með þeim í fimmtán mínútur tvisvar á ári og hún fær ekki að tala tékknesku við þá. Börnin eru með öðrum orðum þjóðnýtt,“ segir Zeman í viðtalinu.

<span>Hluti af áætlun nasista um hreinan arískan kynstofn var að hvetja þýska hermenn til að geta börn með arískum konum. Var áætlunin hugarfóstur Heinrichs Himmlers og kölluð Lebensborn.</span>

 Ógiftar konur, sem þóttu bera góð gen, voru látnar eignast börn sem voru síðan ættleidd af hreinræktuðum og heilbrigðum foreldrum í fyrirmyndarríkinu. 

<span>Alls fæddust um 6.000 börn í Noregi sem áttu þýskan föður og voru um 300 þeirra tekin af mæðrum sínum og flutt til Þýskalands þar sem þau ólust upp á barnaheimilum en þau átti að ala upp sem næstu kynslóð hins aríska yfirburðakynstofns. </span><span>Svipað var upp á teningunum í öðrum hernámslöndum Þjóðverja í heimsstyrjöldinni.</span>

Norsk barnaverndaryfirvöld hafa neitað að tjá sig um málið og hefur það vakið grunsemdir meðal Tékka. 

Adela Knapova, sem er tékkneskur blaðamaður, segir í samtali við 

<a href="http://www.nettavisen.no/nyheter/president-sammenligner-norsk-barnevern-med-nazi-program/8540524.html" target="_blank">Nettavisen</a>

, að í öðrum löndum séu börn ekki tekin af foreldrum sínum fyrir luktum dyrum. Í Noregi er ekki hægt að nálgast upplýsingar um börnin. „Það er eins og ríkið eigi börnin. Þetta hljómar eins og kommúnismi og við þekkjum kommúnisma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert