Fyrrverandi SS-maður ákærður

Fangar í Auschwitz-útrýmingarbúðunum.
Fangar í Auschwitz-útrýmingarbúðunum. Wikipedia

Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært 93 ára gamlan karlmann fyrir aðild að a.m.k. 170 þúsund morðum á meðan hann var vörður í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz. Maðurinn var vörður í búðunum frá janúar 1943 til júní 1944.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.de að málflutningur saksóknaranna byggi á því að maðurinn, sem var liðsmaður SS-sveita nasista, hafi verið meðvitaður um morðin sem fóru fram í Auschwitz og þannig lagt sitt að mörkum í þeim efnum. Hann hafi einnig mátt vita að morðin hafi aðeins verið möguleg vegna þess að fórnarlambanna var gætt af einstaklingum eins og honum.

Maðurinn hefur gengist við því að hafa starfað í Auschwitz en hafnar því að hafa tekið þátt í morðum. Fyrsta verkefni dómstólsins í Nordrhein-Westfalen er að meta hvort ástæða sé til þess að rétta yfir manninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert