„Við höfum snúið aftur“

Skopmyndablaðið Charlie Hebdo kemur út á morgun og er um annað tölublaðið að ræða frá því árás var gerð á ritstjórnarskrifstofur þess 7. janúar síðastliðinn. „Við höfum snúið aftur,“ segir stórum stöfum á forsíðu blaðsins en í því er meðal annars gert grín að íslömskum hermdarverkamönnum.

Átta milljónir eintaka seldust af blaðinu sem gefið var út aðeins viku eftir árásina en hefðbundið upplag er um sextíu þúsund eintök. Reiknað er með að ein milljón eintaka verði gefin út af nýja tölublaðinu og ef sala gengur vel verði þeim fjölgað í tvær milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert