Heill á geði og fékk lífstíðardóm

Bandaríski hermaðurinn Eddie Ray Routh var í gærkvöldi dæmdur í lífstíðarfangelsi í Texas fyrir morðið á Chris Kyle og Chad Littlefield. Kviðdómur telur Routh heilan á geði og á hann ekki möguleika á náðun. Saksóknari hafði ekki farið fram á dauðarefsingu yfir Routh heldur lífstíðarfangelsi og féllst dómari á það.

Réttarhöldin vöktu sér­staka at­hygli vegna þess að nýj­asta kvik­mynd Cl­int Eastwood, American Sniper, er byggð á sjálfsævi­sögu Kyle.

Í lokaræðu sinni í gær sagði saksóknari að Routh, 27 ára, hafi skotið mennina tvo í febrúar 2013 með köldu blóði og af ásettu ráði. Tók það kviðdóminn aðeins tvær og hálfa klukkustund að taka ákvörðun um hver dómurinn skyldi vera. Að Routh væri sekur um morð á söguhetjunni í American Sniper og vini hans á skotsvæði í Texas fyrir rúmum tveimur árum síðan. 

Í frétt Guardian kemur fram að ekkja Kyles, Taya, hafi ekki verið viðstödd dómsuppkvaðninguna en hún hafði verið við réttarhöldin allan tímann þangað til.

Stjúpbróðir Chads sagði við réttarhöldin að Routh hafi tekið tvær hetjur af lífi. Menn sem hafi reynt að vera vinalegir við hann. „Þú varst Bandaríkjunum til skammar,“ sagði Jerry Richardson.

Í frétt BBC kemur fram að Chris Kyle, sem var leyniskytta í bandaríska hernum í Írak, hafi drepið fleiri en nokkur önnur leyniskytta  í sögu Banda­ríkja­hers, eða 160 tals­ins. Hef­ur kvik­mynd Cl­int Eastwood, sem er byggð á sjálfsævi­sögu Kyle, vakið mikla at­hygli en einnig gagn­rýni.

Eftir að Kyle settist í helgan stein aðstoðaði hann aðra hermenn sem einnig voru hættir störfum að takast á við áfallastreitu og önnur andleg veikindi í kjölfar hermennskunnar.

Þeir Kyle og Littlefield félagi hans tóku Routh með sér  á skotæfingasvæðið þennan dag vegna óskar móður Rouths um að þeir veittu henni aðstoð með soninn sem væri í vanda.

Þjáðist af ofsóknarbrjálæði sem magnaðist við neyslu kannabis og áfengis

Routh, sem þjáðist af áfallastreituröskun, glímdi við alvarleg geðræn vandamál á þessum tíma og var sannfærður um að tvímenningarnir myndu ráðast á sig þennan dag, að sögn verjenda hans. Eins var hann undir áhrifum marijúana og áfengis þegar hann framdi morðin.

Samkvæmt frétt AFP hafði læknir skrifað upp á lyf fyrir hann sem oft eru gefin þeim sem þjást af geðklofa. Verjendur Rouths sögðu við réttarhöldin að hann hafi glímt við andleg veikindi eftir að hafa tekið þátt í hjálparstarfi á vegum Bandaríkjahers á Haítí í kjölfar jarðskjálftans þar árið 2010.

Þrátt fyrir að Routh hafi borið við geðveiki við réttarhöldin þá taldi geðlæknir sem bar vitni við réttarhöldin að hann væri ekki geðveikur, samkvæmt lagalegri skilgreiningu um sakhæfi, heldur þjáðist hann af ofsóknarbrjálæði sem magnaðist við neyslu áfengis og kannabis. 

Mögulega dæmt í máli Chris Kyle í vikunni

Eddie Ray Routh
Eddie Ray Routh EPA
Eddie Ray Routh.
Eddie Ray Routh. AFP
AFP
AFP
Tara Kyle ekkja Chris Kyle
Tara Kyle ekkja Chris Kyle EPA
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert