Gras gert löglegt í höfuðborginni

Höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC, hefur nú lögleitt neyslu á kannabis í borginni. Eftir miðnætti í kvöld að staðartíma mega íbúar og gestir borgarinnar eiga allt að 56 grömm af grasi í einu. Jafnframt má rækta gras heima hjá sér í litlu magni. Að kaupa og selja gras verður enn ólöglegt, og að reykja á almenningsstöðum.

Samkvæmt frétt BBC hefur ákvörðunin myndað spennu á milli borgarstjóra Washington DC og þingsins. Nú þegar hefur gras verið gert löglegt í bandarísku fylkjunum Alaska, Colorado og Washington.

Þar sem að Washington DC er ekki fylki heldur umdæmi þarf að fá samþykki hjá þinginu þegar það kemur að löggjöf á svæðinu. Á þriðjudaginn sendu tveir þingmenn  borgarstjóra Washington DC, Muriel Bowser bréf þar sem hún var vöruð við að samþykkja löggjöfina. Héldu þeir því fram að með því væri hún að brjóta alríkislög þar sem að samkvæmt fjárlögum sem samþykkt voru á þinginu í desember er varðveisla grass í borginni gerð ólögleg.

Bowser telur þó að þar sem að lögin voru samþykkt í atkvæðagreiðslu í nóvember, áður en fjárlögin voru samþykkt, geta þau gengið í gildi og gera þau það í kvöld. 

Annar þingmannanna, Jason Chaffetz sagði í samtali við dagblaðið Washington Post að löggjöfin gæti haft með sér alvarlegar afleiðingar. „Það er hægt að fara í fangelsi fyrir þetta,“ sagði Chaffetz. 

„Við erum ósammála um lögin. Það eru þó til leiðir til þess að leysa það án þess að hóta honum eða okkur,“ svaraði Bowser. 
Eftir miðnætti á staðartíma má eiga lítið magn af grasi …
Eftir miðnætti á staðartíma má eiga lítið magn af grasi í Washington DC. EPA
Þekktasti íbúi Washington DC er líklega Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Þekktasti íbúi Washington DC er líklega Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert