Tugir dróna á sveimi yfir París

Dróni á flugi við Eiffel turninn
Dróni á flugi við Eiffel turninn AFP

Svo virðist sem drónar á flugi yfir Parísarborg sé að verða daglegur viðburður en lögreglan í París segir að almenningur hafi tilkynnt um á annan tug slíkra flygilda yfir borginni þrátt fyrir bann.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er nú rannsakað hvort um dróna sé að ræða í öllum tilvikum en enginn hefur verið handtekinn vegna drónanna sem flugu yfir á þriðjudagskvöldið. Tilkynningar bárust um drónaflug yfir Signu, Concorde torgið, herminjasafnið í Invalides og périphérique hringinn í kringum miðborg Parísar, samkvæmt frétt AFP. Le Parisien nefnir enn fleiri staði til sögunnar þar sem fólk sá dróna á flugi í gærkvöldi og má búast við því að fleiri tilkynningar eiig eftir að berast.

Í  gærkvöldi greindi innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, frá því að tilkynnt hafi verið um sextíu slíka dróna á flugi yfir kjarnorkuver landsins og París frá því í október í fyrra.

Í gær var breskur blaðamaður, Tristan Redman, sem starfar hjá Al-Jazeera, sektaður um eitt þúsund evrur, 150 þúsund krónur, fyrir að fljúga dróna yfir miðborg Parísar í síðasta mánuði. Redman, var ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, handtekinn í síðasta mánuði fyrir slíkt drónaflug.

Mikill viðbúnaður er í París og hefur verið allt frá árásunum í byrjun janúar sem kostuðu sautján lífið.

AFP
Dróni á flugi í La Denfense hverfinu
Dróni á flugi í La Denfense hverfinu AFP
AFP
París
París AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert