Enn verkfall hjá Norwegian Air

Ljósmynd/Norwegian

Viðræður milli flugmanna Norwegian Air og flugfélagins gengu ágætlega í gærkvöldi og er formaður samninganefndar flugmanna Hans-Erik Skjæggerud bjartsýnn á að verkfallinu ljúki fljótlega. 

Líkt og í gær hefur flugfélagið þurft að aflýsa öllum flugferðum og hefur þetta áhrif á 35 þúsund farþega í dag líkt og í gær. Norwegian hefur gert samning við leiguflugfélag um að sinna hluta af millilandaflugi félagsins á meðan verkfalli stendur. Alls eru um 700 flugmenn í verkfalli hjá Norwegian Air.

Þrátt fyrir að Skjæggerud sé bjartsýnn á lausn deilunnar segir hann að í raun hafi ekkert nýtt komið fram á fundinum í gærkvöldi en fundurinn var sá fyrsti frá því verkfallsaðgerðir flugmanna hófust á laugardag.

<br/><a href="http://www.nrk.no/norge/_-det-har-vaert-aktivitet-og-dialog-1.12242378" target="_blank">Frétt NRK</a> <a href="http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/Dialog-mellom-piloter-og-Norwegian-7925075.html" target="_blank">Frétt Aftenposten</a>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert