Tveir létust í óveðri á Ítalíu

Mikill snjór var í Tuscany í síðustu viku en nú …
Mikill snjór var í Tuscany í síðustu viku en nú er þar mikil rigning og stormur. EPA

Gríðarlegar rigningar og óveður hefur geisað í norðurhluta Ítalíu í dag. Tveir hafa látist. Vegir hafa lokast og samgöngur farið úr skorðum.

Kona kramdist til dauða undir tré og karlmaður lést er bíll hans varð fyrir grjóthruni.

Í borginni Genoa var gripið til þess ráðs að loka almenningsgörðum og kirkjugörðum og einnig máttu þeir sem aka vespum og mótorhjólum ekki aka um göturnar á meðan veðrið gekk yfir.

Margir skólar í Tuscany-héraði voru lokaðir. Þá lokuðust hafnir á Sardiníu vegna óveðursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert