Vill landhernað gegn Ríki íslams

Um 30.000 íraskir hermenn og varaliðar taka þátt í aðgerðunum …
Um 30.000 íraskir hermenn og varaliðar taka þátt í aðgerðunum í Tikrit, sem miða að því að ná borginni aftur úr höndum liðsmanna Ríkis íslam. AFP

Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu vill að Bandaríkjamenn taki þátt í landhernaði gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Írak og Sýrlandi. Bandaríkjamenn hafa hingað til gripið til loftárása á vígi samtakanna.

Ráðherrann, Saud al-Faisal prins, sagði í gær að bandamenn þyrftu nauðsynlega að taka höndum saman til þess að mæta samtökunum á jörðu niðri.

Hann sagði einnig við fjölmiðla að Íranar væru að reyna að ná völdum í nágrannaríkinu Írak með aðstoð sinni í baráttunni gegn Ríki íslams. Hersveitir á vegum íranskra stjórnvalda hafa á undanförnum dögum aðstoðað íraska herinn í sókn hans gegn borginni Tikrit, fæðingarstað Saddams Hussein, sem er nú á valdi Ríkis íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert