Slepptu 250 barnahermönnum

AFP

Hópur uppreisnarmanna í Suður-Súdan hefur sleppt úr haldi 250 barnahermönnum, þar á meðal stúlkum niður í 9 ára aldur, að sögn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þúsundir barna eru enn neyddar til þess að taka þátt í bardögum.

Fram kemur í frétt AFP að uppreisnarmennirnir, sem kalla sig Cobra Faction, ætli einnig að sleppa úr haldi 400 barnahermönnum til viðbótar á næstu tveimur dögum í samræmi við samkomulag við stjórnvöld.

Hópurinn hefur um þrjú þúsund börn í haldi sem neydd eru til að berjast. Í heildina eru 12 þúsund börn þátttakendur í borgarastríðinu í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert