Tólf hvali rak á land

AFP

Tólf hvalir drápust eftir að hafa gengið á land á vesturströnd Ástralíu. Dýraverndunarsinnar eru að reyna að bjarga fjórum hvölum sem eru enn á lífi.

Um er að ræða hóp grindhvala sem lendu í vandræðum í höfninni í Bunbury, í um 175 km suður af Perth.

Búið er að aðstoða sex grindhvali út á haf á nýjan leik en dýraverndunarsinnar reyna nú að bjarga fjórum hvölum sem ekki hefur enn tekist að aðstoða á haf út.

Einum þeirra var bjargað fyrr í dag en synti á land á nýjan leik og er verið að fylgja honum á meira dýpi. Dregið hefur af hinum þremur og ekki er vitað hvernig þeim á eftir að reiða af.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert