Sjöunda stóra slysið síðan í byrjun 2014

AFP

Flugslys gætu hafa verið áberandi í fréttum undanfarið ár en þrátt fyrir það var síðastliðið ár það öruggasta í atvinnuflugi. Kom þetta fram í skýrslu alþjóðasam­taka áætl­un­ar­flug­fé­laga (IATA).

Segir í skýrslunni að þrátt fyr­ir að fleiri hafi far­ist í flug­slys­um í fyrra en að meðaltali nokk­ur und­an­far­in ár, hafi dauðsföll­in verið færri en nokkru sinni þegar miðað væri við fjölda flug­ferða.

Hér fylgir listi yfir öll stærri flugslys sem átt hafa sér stað síðan í ársbyrjun 2014.

2014

11. febrúar: Herflutningavél, af gerðinni Hercules C-130, ferst í fjallendi í Norðaustur-Alsír. 77 manns létust, einn lifði af.

8. mars: Flugvél Malaysia Airlines, MH370, hverfur á leið til Peking frá Kúala Lúmpúr í Malasíu. Leiddi hvarfið til umfangsmestu og dýrustu leitar í flugsögu mannkyns. Hvorki tangur né tetur af vélinni hefur enn fundist.

17. júlí: Flugvél Malaysia Airlines, MH17, er skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Austur-Úkraínu. Alls létust 298 manns, af þeim voru 193 Hollendingar.

23. júlí: Taívönsk flugvél TransAsia Airways, GE222, ferst í sjónum eftir stutt flug. Reyndi hún að lenda einu sinni og mistókst. Fórst hún þegar flugmennirnir reyndu að lenda á ný.

24. júlí: Flugvél Air Algerie, AH5017, hverfur yfir Malí í vondu veðri nálægt landamærum Búrkína Fasó. Var hún á leið til Algeirsborgar frá Ouagadougou í Búrkína Fasó. Allir 116 farþegar létust, þar af 51 Frakkar.

28. desember: Flugvél AirAsia, QZ8501, hverfur á leið frá Surabaya í Indónesíu til Singapúr. Flugmaðurinn óskaði eftir leyfi til að fljúga framhjá slæmu veðri en neyðarboð bárust aldrei. 162 manns voru um borð og eru allir taldir af.

2015

24. mars: Flugvél GermanWings brotlendir í frönsku Ölpunum nálægt þorpinu Digne, á leið sinni frá Barcelona til Düsseldorf. Allir um borð, 144 farþegar og 6 manna áhöfn, eru taldir af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Kojur til sölu
Kojur til sölu, henta fyrir vel fyrir hostel eða samskonar rekstur. Neðra rúmið...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...