Sjöunda stóra slysið síðan í byrjun 2014

AFP

Flugslys gætu hafa verið áberandi í fréttum undanfarið ár en þrátt fyrir það var síðastliðið ár það öruggasta í atvinnuflugi. Kom þetta fram í skýrslu alþjóðasam­taka áætl­un­ar­flug­fé­laga (IATA).

Segir í skýrslunni að þrátt fyr­ir að fleiri hafi far­ist í flug­slys­um í fyrra en að meðaltali nokk­ur und­an­far­in ár, hafi dauðsföll­in verið færri en nokkru sinni þegar miðað væri við fjölda flug­ferða.

Hér fylgir listi yfir öll stærri flugslys sem átt hafa sér stað síðan í ársbyrjun 2014.

2014

11. febrúar: Herflutningavél, af gerðinni Hercules C-130, ferst í fjallendi í Norðaustur-Alsír. 77 manns létust, einn lifði af.

8. mars: Flugvél Malaysia Airlines, MH370, hverfur á leið til Peking frá Kúala Lúmpúr í Malasíu. Leiddi hvarfið til umfangsmestu og dýrustu leitar í flugsögu mannkyns. Hvorki tangur né tetur af vélinni hefur enn fundist.

17. júlí: Flugvél Malaysia Airlines, MH17, er skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Austur-Úkraínu. Alls létust 298 manns, af þeim voru 193 Hollendingar.

23. júlí: Taívönsk flugvél TransAsia Airways, GE222, ferst í sjónum eftir stutt flug. Reyndi hún að lenda einu sinni og mistókst. Fórst hún þegar flugmennirnir reyndu að lenda á ný.

24. júlí: Flugvél Air Algerie, AH5017, hverfur yfir Malí í vondu veðri nálægt landamærum Búrkína Fasó. Var hún á leið til Algeirsborgar frá Ouagadougou í Búrkína Fasó. Allir 116 farþegar létust, þar af 51 Frakkar.

28. desember: Flugvél AirAsia, QZ8501, hverfur á leið frá Surabaya í Indónesíu til Singapúr. Flugmaðurinn óskaði eftir leyfi til að fljúga framhjá slæmu veðri en neyðarboð bárust aldrei. 162 manns voru um borð og eru allir taldir af.

2015

24. mars: Flugvél GermanWings brotlendir í frönsku Ölpunum nálægt þorpinu Digne, á leið sinni frá Barcelona til Düsseldorf. Allir um borð, 144 farþegar og 6 manna áhöfn, eru taldir af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Bílastæðaskilti - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Kebab grill til sölu
Nú er rétti tíminn fyrir kebab-grill,rafmagns hnífur,skilti og uppskriftir, nýtt...
Skyggnilýsingarfundur
Opin skyggnilýsingafundur Key Cook verður með skyggnilýsingu að Hamraborg 1, Kóp...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Grafarholt...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Onvk-2017-07 hreinsun á inntakslóni
Tilboð - útboð
ONVK-2017-07/ 22.03.2017 Útboð Or...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...