Annar bloggari brytjaður í spað

Bloggari var brytjaður í spað í höfuðborg Bangladess í dag og er þetta annar bloggarinn sem er tekinn af lífi á götu úti í borginni á nokkrum vikum og sá þriðji á tveimur árum.

Að sögn lögreglu var ráðist á bloggarann, Washiqur Rahman, fyrir utan heimili hans mönnum vopnuðum sveðjum. 

Í lok febrúar var bandarískur bloggari Avijits Roys, fyrir árás hóps manna er var á leið af bóka­messu í höfuðborg Bangladess. Avijit var þekkt­ur fyr­ir blogg sitt, Mukto-Mona. 

Avijit Roy hafði fengið hót­an­ir frá íslam­ist­um en hann var guðleys­ingi sem boðaði ver­ald­ar­hyggju við litla hrifn­ingu meðal öfga­hópa. 

Faðir­inn, Ajay Roy, seg­ir að son­ur hans hafi fengið ít­rekaðar hót­an­ir frá íslam­ist­um áður en hann fór til Bangla­dess þann 16. fe­brú­ar sl. Harðlínu-íslam­ist­ar hafa lengi kraf­ist þess að trú­leys­ingj­ar sem birta blogg með skoðunum sín­um verði tekn­ir af lífi op­in­ber­lega. Þeir hafa kraf­ist þess að ný lög verði sett í land­inu sem koma í veg fyr­ir að hægt sé að skrifa gagn­rýni um íslam.

Lögregla hefur handtekið tvo fyrir morðið á Washiqur Rahman, 27 ára, en að sögn lögreglu voru tvímenningarnir handteknir þegar þeir reyndu að flýja af vettvangi. Rahman var þekktur fyrir blogg sitt þar sem hann gagnrýndi harkalega trúarofstæki. Hann skrifaði undir höfundarheitinu Kutshit Hasher Chhana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert