Dældi 567 lítrum af dísil í kjallarann

Starfsmaður olíufélags dældi fyrir mistök rúmlega 567 lítrum af dísel …
Starfsmaður olíufélags dældi fyrir mistök rúmlega 567 lítrum af dísel ofan í kjallara hússins. mbl.is/Golli

Hjón í Oregon í Bandaríkjunum höfðu búið í sama húsinu í tæplega þrjátíu ár þegar þau neyddust til að flytja þaðan í lok nóvember á síðasta ári. Starfsmaður olíufélags dældi fyrir mistök rúmlega 567 lítrum af dísil ofan í kjallara hússins og því varð fólkið að flytja út. 

Íbúarnir notaði olíu til upphitunar fyrir nokkrum árum. 

Hjónin fluttu út, leigðu annað hús við götuna og fylgdust með þegar húsið var jafnað við jörðu í síðustu viku.  Olíufélagið mun byggja nýtt og stærra hús fyrir fólkið á sama stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert