Rússneskur togari brann og sökk

Rússneskur togari sökk í dag í grennd við Kanaríeyjar en hann hafði áður verið sakaður um ólöglegar veiðar á svæðinu.

Fram kemur í frétt AFP að áhöfninni, 72 manns, hafi verið bjargað frá borði eftir að eldur kom upp í togaranum Oleg Neydenov. Skipið var þá statt í höfninni í Las Palmas. Yfirvöld óttuðust að eldurinn gæti breiðst út og því var togarinn dreginn á haf út.

Togarinn sökk 15 sjómílur út af bænum Maspalomas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert