Það rignir ánamöðkum

Hvort maðkaregnið tengist veiðitímabilinu sem er að hefjast er ekki …
Hvort maðkaregnið tengist veiðitímabilinu sem er að hefjast er ekki vitað. mbl.is/Golli

Ánamöðkum hefur rignt niður til jarðar á stórum svæðum í suðurhluta Noregs undanfarið og standa líffræðingar og veðurfræðingar ráðþrota yfir því hvað sé á seyði.

Einn þeirra sem hefur upplifað ánamaðkaregnið er líffræðikennarinn Karstein Erstad, sem brá sér á skíði í fjalllendi skammt frá Bergen á sunnudag. Þar sá hann þúsundir ánamaðka í snjónum. Hann hélt í fyrstu að þeir væru dauðir en þegar hann tók einn þeirra í lófann fann hann að ormurinn var sprelllifandi.

Í fyrstu hélt hann að ánamaðkarnir hefðu skriðið upp úr jörðinni og gegnum snjóinn en svo sá hann að það gæti ekki staðist þar sem snjóþykktin er á milli 50-100 sm á þessum slóðum.

Eftir að norska ríkisútvarpið greindi frá þessu hefur bókstaflega rignt inn tilkynningum um ánamaðkana sem eru út um allt í suðurhluta landsins. Meðal annars hafa sjónarvottar lýst ánamaðkaregni í Lindås og  Sulda, eins í Fermunder sem er við landamæri Svíþjóðar.

Menn velta nú vöngum yfir því hvort sérstakar veðurfarsástæður séu að baki ormaregninu en á þriðja áratug síðustu aldar gerðust sambærilegir hlutir í Svíþjóð.  

<a href="http://www.nrk.no/hordaland/flygende-meitemark-observert-i-halve-norge-1.12311489" target="_blank">Frétt NRK</a>
En borðið þér orma frú Norma?
En borðið þér orma frú Norma? mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert