Ráðherra fylgist ekki með fæðingunni

Annað barn þeirra Vilhjálms og Katrínar er væntanlegt í heiminn …
Annað barn þeirra Vilhjálms og Katrínar er væntanlegt í heiminn næstu daga eða vikur. AFP

Lengi vel þurfti ráðherra alltaf að vera viðstaddur þegar börn fæddust innan bresku konungsfjölskyldunnar. Talið er að þetta megi rekja til fæðingar árið 1688 þegar Mary, eiginkona James II, fæddi son.

Margir töldu að hún væri ekki þunguð og átti ráðherrann því að vera viðstaddur til að tryggja að öðru barni yrði ekki laumað inn í herbergið.

Ekki var brugðið út af hefðinni fyrr en nokkuð var liðið á tuttugustu öldina, eða þegar Alexandra prinsessa kom í heiminn árið 1936. Hún var formlega afnumin stuttu áður en Karl Bretaprins fæddist árið 1948.

Karlmenn innan konungsfjölskyldunnar hafa ekki alltaf verið viðstaddir fæðingu barna sinna. Filippus Bretaprins var til að mynda ekki viðstaddur þegar Karl sonur hans og Elísabetar drottningar fæddist. Karl var sjálfur viðstaddur þegar Vilhjálmur kom í heiminn og vonandi nær Vilhjálmur á sjúkrahúsið áður en annað barn hans fæðist.

Hann er nú í þjálfun vegna nýs starfs sem flugmaður sjúkraþyrlu  í Austur Angliu. Þjálfunin hefur er þó vandlega skipulögð og verður hann aldrei lengur en tvær klukkustundir að koma sér heim, gangi allt að óskum.

Viktoría drottning var sú fyrsta innan konungsfjölskyldunnar til að fá deyfingu þegar hún fæddi áttunda og níunda barn sitt árin 1853 og 1857.

Þá var Vilhjálmur Bretaprins sá fyrsti innan bresku konungsfjölskyldunnar sem fæddist á sjúkrahúsi, en það var 21. júní árið 1982. Harry bróðir hans fæddist á sama stað, á St. Mary sjúkrahúsinu í Paddington.

Ráðherra þarf ekki að vera viðstaddur fæðingu barns Katrínar og …
Ráðherra þarf ekki að vera viðstaddur fæðingu barns Katrínar og Vilhjálms. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert